skali1b_nem_flettibok - page 46

Skali 1B
44
Markmið
Tölfræðilegar kannanir
HÉr ÁTTU AÐ LÆRA AÐ
• skipuleggja tölfræðilega könnun
• kynna niðurstöður gagna á trúverðugan og skýran hátt
• leggja mat á hvort um villandi heimildir er að ræða
Hvort sem um er að ræða litla og einfalda eða stóra og viðamikla tölfræðilega
könnun þarf að undirbúa hana af kostgæfni:
1 Hvað viltu fá að vita og hvað heldurðu að þú munir fá að vita?
2 Hvernig ætlar þú að safna gögnunum?
3 Hvernig ætlar þú að vinna úr gögnunum og framkvæma nauðsynlega
útreikninga?
4 Hvernig getur þú lagt mat á og túlkað niðurstöðurnar sem þú munt komast að?
5 Hvers konar form hentar best til að kynna niðurstöðurnar?
4.59
Nemendahópur ætlar að vinna tölfræðilega könnun á daglegum venjum
hjá mismunandi aldurshópum. Hópurinn leggur fram þrjár tillögur að
markmiðum með könnuninni:
1 Við viljum finna hver munurinn er á daglegum venjum barna, unglinga,
fullorðinna og eldra fólks.
2 Við viljum komast að því hve mikinn tíma börn, unglingar, fullorðnir og
eldra fólk notar til að lesa bækur, í netnotkun, til líkamsþjálfunar og til að
horfa á sjónvarp.
3 Við viljum finna mismuninn á þeim tíma sem fólk á aldrinum 6−12 ára,
13−18 ára, 19−60 ára og 60−80 ára notar til að lesa bækur, dagblöð, til
líkamsþjálfunar og til að horfa á sjónvarp.
a
Hvaða framsetning á markmiði finnst þér nákvæmust? Rökstyddu svarið.
b
Hvaða kostir fylgja því ef markmiðið er sett fram skýrt og skilmerkilega?
1...,36,37,38,39,40,41,42,43,44,45 47,48,49,50,51,52,53,54,55,56,...140
Powered by FlippingBook