Einkunn
1 2 3 4 5 6
Tíðni
2 5 7 ? 5 2
Kafli 4 • Tölfræði
33
4.39
Nokkrir nemendur kanna hve mikla peninga nemendur í 8. bekk hafa
venjulega í veskinu sínu. Þeir spyrja þess vegna fimm bekkjarfélaga. Fjórir
fyrstu hafa 510 kr., 1250 kr., 800 kr. og 640 kr. Sá fimmti var einmitt
þennan dag með peninga í veskinu sem hann átti að nota eftir skóla til að
kaupa sér jakka; hann var því með 21 000 kr. í veskinu.
a
Finndu meðaltal og miðgildi þessara fimm talna.
b
Hvort þessara gilda, meðaltal eða miðgildi, gefur betri upplýsingar um
hve mikla peninga nemendur í 8. bekk eru venjulega með í veskinu sínu?
c
Þar sem ákveðnar ástæður eru fyrir því að fimmti nemandinn er með svo
mikla peninga í veskinu sínu ákveða nemendurnir að taka þá tölu ekki
með í útreikninginn.
Finndu meðaltal og miðgildi fjögurra fyrstu talnanna.
d
Hve mikið breyttist meðaltalið við það að sleppa hæstu tölunni?
e
Hve mikið breyttist miðgildið við það að sleppa hæstu tölunni?
4.40
Þessi tafla sýnir þyngd og hæð allra í fjölskyldu Péturs.
Fjölskyldumeðlimir Þyngd (kg) Hæð (cm)
amma
78
156
pabbi
96
187
mamma
62
168
Pétur
71
173
Sylvía
48
153
a
Finndu miðgildið fyrir þyngd og hæð.
b
Finndu meðalþyngd og meðalhæð.
4.41
Tómstundaklúbburinn Virkir krakkar stóð fyrir 15 skemmtikvöldum
á síðasta skólaári. Klúbburinn gerði yfirlit yfir hve margir meðlimir
tóku þátt í þessum skemmtikvöldum.
54, 22, 36, 12, 16, 25, 52, 25, 31, 29, 42, 25, 33, 19, 47
a
Hve margir klúbbmeðlimir tóku þátt í skemmtikvöldunum að meðaltali?
b
Finndu miðgildið.
4.42
Meðaleinkunn í 8. A er 3,5 en einkunnastiginn er frá 0 til 6.
Nemendur eru alls 28. Taflan sýnir hvernig einkunnirnar
dreifðust.
a
Finndu hve margir nemendur fengu einkunnina 4.
b
Finndu miðgildið.