Sýnidæmi 12
Skali 1B
38
Dreifing
Þegar segja á til um hve niðurstöður úr rannsókn eru ólíkar má skoða hvernig þær
dreifast. Eitt gildi, sem þá er hægt að skoða, er spönn. Spönnin er mismunurinn á
hæsta og lægsta gildi í gagnasafninu.
Spönn
= hæsta gildi – lægsta gildi
Tveir nemendahópar hlaupa 60 m. Það eru 5 nemendur í hvorum hópi.
Finndu spönn niðurstaðna í 60 m hlaupi nemenda í hópi 1.
Tími (sek.)
Hópur 1
9,8 10,4 9,4 10,2 9,9
Hópur 2
9,4 8,9 10,7 9,9 10,8
Tillaga að lausn
Spönn er mismunurinn á hæsta og lægsta gildi gagnasafnsins.
Hæsta gildið er 10,4 sek. og lægsta gildið er 9,4 sek.
10,4 − 9,4 = 1,0
Spönnin í hópi 1 er 1,0 sek.