Kafli 4 • Tölfræði
47
4.64
Í nemendakönnun eru nokkrar spurningar um líðan nemenda. Ein af
spurningunum er: „Líður þér vel í skólanum?“ Svarmöguleikarnir eru:
líður mjög vel − líður vel − líður hvorki vel né illa − líður ekki nógu vel −
líður almennt illa.
a
Hver getur verið ástæða þess að fjöldi svarmöguleika er oddatala?
b
Fyrir hvers konar spurningar telur þú að það geti verið kostur að fjöldi
svarmöguleika sé slétt tala?
Í Fjallaskóla taka 140 nemendur þátt í nemendakönnun. Taflan hér
fyrir neðan sýnir hve mörg prósent nemendanna krossa við hina ýmsu
svarmöguleika við spurningunni: „Hvernig líður þér í skólanum?“
Svarmöguleikar
Spurningar
Líður
mjög
vel
Líður
vel
Líður
hvorki
vel né illa
Líður
ekki
nógu vel
Líður
almennt
illa
Líður þér vel í skólanum?
36,4% 48,6% 10,7% 2,9% 1,4%
c
Um það bil hve margir svöruðu að þeim liði mjög vel eða vel í skólanum?
d
Hvað er einn nemandi mörg prósent nemenda í Fjallaskóla?
e
Hvernig getur það haft áhrif á niðurstöður þessarar könnunar ef þrír
nemendur taka ekki könnunina alvarlega og krossa bara „út í loftið“?