Sýnidæmi 9
Skali 1B
30
Markmið
Gildi
sem lýsa
miðsækni segja til
um hvar „miðjan“
er í stóru safni
gagna.
Gildi
sem lýsa
dreifingu segja
til um hvernig
gögnin dreifast.
Greining og útreikningar
HÉr ÁTTU AÐ LÆRA AÐ
• reikna út gildi sem sýna miðsækni á þrjá mismunandi vegu
(meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi)
• reikna út gildi sem sýnir dreifingu
• bera gögn saman við meðaltal yfir lengra tímabil
Greining og útreikningar á gögnum geta auðveldað túlkun niðurstaðna úr könnun.
Segir könnunin til um að eitthvað sé mjög dæmigert? Er einhver aðferð til að reikna
út „miðju“ gagnanna betri en önnur? Eru gögnin dreifð eða samþjöppuð? Til að fá
svör við slíkum spurningum má nota gildi sem lýsa
miðsækni
og
dreifingu
.
Það eru þrenns konar gildi sem lýsa miðsækni: meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi.
Meðaltal
Meðaltal er það gildi sem við fáum ef við hugsum okkur að öllum tölunum sé dreift
jafnt. Ef fjórir krakkar eiga 470 kr., 290 kr., 430 kr. og 410 kr. í buddunum sínum
eiga þeir 470 kr. + 290 kr. + 430 kr. + 410 kr. = 1600 kr. samtals. Ef þessum
peningum er skipt jafnt milli krakkanna verður dæmið svona: 1600 : 4 = 400.
Krakkarnir eiga þá að meðaltali 400 kr. í buddunum sínum.
Meðaltal
=
Taflan hér á eftir sýnir hæð leikmanna í tveimur körfuboltaliðum, liði A og liði B.
Stuðningsmenn liðanna þrættu um hvort liðið hefði á að skipa hærri
leikmönnum.
Hvort liðið er með hærri leikmenn?
Lið A hæð í cm
162 176 156 177 174 172 175 162
Lið B hæð í cm
176 172 164 180 168 173 168
Summa allra talnanna
fjöldi talnanna
10
5
15
20
25
30
35
40
45
50
0
Krónur
A B C D