Kafli 4 • Tölfræði
45
200
100
50
0
Fjöldi bóka
ágúst
september
Útlán á bókum
Mánuðir
150
október
nóvember desember
Gagnasöfnun
Þú getur safnað gögnum í könnun á ýmsa vegu, til dæmis:
− Þú getur gert athuganir og skráð niðurstöðurnar.
− Þú getur gert tilraunir og mælt niðurstöðurnar.
− Þú getur lagt fyrir spurningakönnun.
− Þú getur fundið upplýsingar í gagnasöfnum á netinu.
4.60
Hvaða aðferð til að safna gögnum finnst þér hæfa best ef þú ætlar að fá
svör við eftirfarandi:
a
Hve mörg prósent af nemendum í skólanum þínum koma of seint
í skólann?
b
Hvaða sjónvarpsþættir eru vinsælastir?
c
Hvernig breytist suðumark vatns eftir hæð yfir sjávarmáli?
d
Fellur teningur úr blýi hraðar en jafn stór teningur úr tré?
e
Hvaða bíltegundir aka eftir götunni við skólann?
4.61
Myndritið sýnir fjölda útlána úr skólasafninu á haustmánuðunum.
a
Hvernig er upplýsingum í þessari könnun safnað?
b
Í hvaða mánuði voru útlánin flest?
c
Hve mörg útlán voru skráð í október?
d
Um það bil hve mörg prósent af útlánum haustsins voru í desember?