skali1b_nem_flettibok - page 34

Sýnidæmi 10
Skali 1B
32
Miðgildi
Miðgildi
lýsir miðsækni. Miðgildi er sú tala sem er í miðjunni þegar
búið er að raða öllum tölunum í talnasafni í hækkandi röð. Ef tvær
tölur eru í miðjunni er miðgildið mitt á milli þeirra.
Við getum hugsað um miðgildi þannig að öllum tölunum sé skipt í tvo hópa með
jafn mörgum tölum í hvorum hópi. Þá verða allar tölurnar í öðrum hópnum minni
en miðgildið og allar tölurnar í hinum hópnum stærri en miðgildið. Fjórir krakkar
athuga hve miklir peningar eru í buddunum þeirra. Þeir eru með 47 kr., 29 kr., 43 kr.
og 41 kr. Til að finna miðgildið röðum við tölunum í hækkandi röð.
29 − 41 − 43 − 47
Hér eru tvær tölur í miðjunni, 41 og 43. Miðgildið er mitt á milli þessara talna, það
er að segja 42. Miðgildið er gagnlegt til að lýsa miðsækni − einkum ef í
talnasafninu eru tölur sem eru mjög ólíkar hinum.
Jafnvel þótt meðalhæðin í liði B (sjá sýnidæmi 9) sé hærri telja stuðnings-
menn liðs A að meðaltalið sýni ekki best hvort liðið hefur á að skipa hærri
leikmönnum. Lið A vill þess vegna ganga úr skugga um hvert miðgildi hæðar
leikmanna er í liði A og liði B. Notaðu töfluna í sýnidæmi 9 og finndu miðgildi
hæðar leikmanna í liði A og liði B. Berðu saman miðgildin.
Tillaga að lausn
Við röðum tölunum í hækkandi röð til að finna miðgildið í liði A. Þar sem
fjöldi leikmanna í liði A er slétt tala finnum við meðaltal talnanna tveggja
sem eru í miðjunni.
156 162 162
172 174
175 176 177
= 173
Miðgildið í liði A er 173 cm.
Við röðum einnig tölunum í hækkandi röð til að finna miðgildið í liði B.
Þar sem fjöldi leikmanna í liði B er oddatala finnum við töluna í miðjunni.
164 168 168
172
173 176 180
Miðgildið í liði B er 172 cm.
Þegar við berum saman miðgildin tvö sést að leikmennirnir í liði A eru
hærri en leikmennirnir í liði B.
172 + 174
2
Við finnum
miðgildið mitt á
milli tveggja talna
með því að reikna út
meðaltal talnanna
tveggja:
41+ 43
2
= = 42 84
2
1...,24,25,26,27,28,29,30,31,32,33 35,36,37,38,39,40,41,42,43,44,...140
Powered by FlippingBook