Grunnþættir menntunar
15
fjölmargar fjölþjóðlegar ráðstefnur og gerðir samningar um ýmis mikilvæg mál.
Þar má nefna bókun sem kennd er við Kyoto í Japan og var gerð í framhaldi
af loftslagssamningnum frá Ríó 92. Hún tók gildi árið 2005 og þar skuldbundu
ríki sig til að minnka verulega útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Annað merkt
samkomulag er
Jarðarsáttmálinn
9
sem samþykktur var í Jóhannesarborg árið 2002,
þegar tíu ár voru liðin frá heimsráðstefnunni í Ríó. Hann átti að vera sambærilegur
öðrum sáttmálum Sameinuðu þjóðanna eins og
Mannréttindasáttmálanum
og
Barnasáttmálanum
.
Ýmislegt hefur áunnist síðan í Ríó 92 en ekki er hægt að horfa fram hjá því
að mál mjakast allt of hægt. Til dæmis neituðu stórar lykilþjóðir að samþykkja
Kyotobókunina
, aðrar fóru fram á undanþágur frá ákveðnum ákvæðum hennar.
Í orði hafa flestar þjóðir viðurkennt vandann og stefna að sjálfbærni en í raun
gengur hægt að snúa við óheillaþróun á ýmsum sviðum. Ef til vill var auðvelt
að bregðast við ósoneyðingunni. Vandamálið tiltölulega einangrað og stjórnvöld
þjóða gátu bannað notkun efnanna og fylgt banninu eftir.
Menn hafa lengst af litið á þá þætti sem sjálfbærni er samtvinnuð úr sem
einangraða og aðskilda. Sú þröngsýni er hluti af vandanum, kannski mesti vandinn.
Leitast hefur verið við að leysa vandamál hagkerfisins án tillits til samfélags og
samfélagsvandamál án tillits til náttúru og umhverfis. Í raun eru þessir þættir
Samkomulag um ósonlagið
Ósonlagið er efst í lofthjúpi Jarðar og ver lífríki hennar fyrir hættulegum,
útfjólubláum geislum sólar. Ákveðin iðnaðarframleidd efni, sem til dæmis voru
notuð í slökkvitæki, ísskápa og úðabrúsa, eyða ósonlaginu. Mikilvægt þótti að
ná samkomulagi um að takmarka sem mest notkun efnanna. Tiltölulega fljótt
eftir að áhrif þeirra þóttu sönnuð tókst að ná samkomulagi fjölmargra þjóða að
hætta að nota ósoneyðandi efni. Nú er talið að notkun þeirra sé hverfandi miðað
við það sem hún var. Líftími þessara efna er hins vegar langur og því munu þau
lengi hafa áhrif. Ósonlag Jarðar er farið að þykkna á ný þótt það muni ekki ná
fyrri þykkt fyrr en um eða eftir miðja þessa öld.
1...,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16 18,19,20,21,22,23,24,25,26,27,...68