Grunnþættir menntunar
5
Stjórnendur skóla þurfa einnig að horfa inn á við og íhuga eigið starf og
stjórn­unarhætti með hliðsjón af hugmyndum um grunnþættina, hlutverk náms-
greina eða námssviða, samvinnu starfsmanna, möguleika nemenda, náms- og
kennsluhætti, velferð og líðan, leik og sköpunargleði, skólamenningu, nærsam-
félag skóla og skapandi skólastarf. Sama máli gegnir raunar um alla sem tengjast
skólastarfinu. Mikilvægt er að skoða með opnum huga og gagnrýnum augum
viðhorf okkar og venjur í ljósi grunnþátta menntunar.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun hafa haft
samvinnu um útgáfu rita um grunnþætti menntunar. Í þessu riti er fjallað um
grunnþáttinn sjálfbærni. Höfundur er Sigrún Helgadóttir umhverfisfræðingur og
fræðibókahöfundur.
Ritnefnd
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...68