SJÁLFBÆRNI
14
en áður að tileinka sér þekkingu annarra, það þarf að viðurkenna niðurstöður
sem vísindamenn afla og fara að ráðum þeirra sem gjörst þekkja. Fólk verður að
vera fúst til að stíga út úr ákveðnum þægindahring og tileinka sér breytta lífshætti
til að virða lýðréttindi og jafnrétti til handa öllum, líka þeim kynslóðum sem enn
eru ófæddar. Forsenda þessa er að fólk menntist og alist upp við sjálfbæra þróun.
Þar er hlutverk skóla og kennara mikilvægt.
Sjálfbær þróun festist í sessi – eða hvað?
Ljóst er að allt það sem sagt var og skrifað við undirbúning Ríó 92 og á
heimsráðstefnunni sjálfri spratt ekki upp af sjálfu sér. Lengi höfðu hljómað
viðvörunarorð fólks sem bar umhyggju fyrir umhverfi sínu. Eðlilega áttaði fólk sig
fljótt á staðbundnum áhrifum, sá einstaka staði í náttúrunni eyðileggjast og vildi
koma í veg fyrir það. Því var svo kölluð staðbundin náttúruvernd, það er friðun
einstakra staða, langt á undan almennri náttúruvernd sem nær til alls umhverfis og
samfélags. Flestar þjóðir höfðu friðlýst náttúrustaði og stofnað þjóðgarða áður
en þær samþykktu einhvers konar lög um verndun náttúru og umhverfis almennt,
eins og varnir gegn mengun. Upp úr miðri síðustu öld, ekki síst á sjöunda áratug
aldarinnar, komu út fjölmargar bækur eftir hugsuði á ýmsum sviðum sem vöruðu
meðal annars við auðlindaþurrð og mikilli fólksfjölgun í heiminum og mengun
og notkun eiturefna. Margar þessara bóka höfðu gífurleg áhrif og vöktu jafnvel
ótta. Í raun var
Brundtland-skýrslan
dropinn sem fyllti mælinn svo að Sameinuðu
þjóðirnar og fjölmargar ríkisstjórnir tóku ærlega við sér.
Fólk áhugasamt um verndun Jarðar leit björtum augum til framtíðar árið
1992. Í Ríó 92 var öllu tjaldað til, nú skyldi óheillaþróun í umhverfismálum
snúið við. Heil kynslóð hefur vaxið úr grasi síðan þá. Hvað hefur breyst? Af
þeim málum sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 1989 nefndi að taka þyrfti
á hefur náðst góður árangur við að leysa vandann um eyðingu ósonlagsins. Þá
þegar, eða árið 1987, hafði verið gert samkomulag fjölmargra þjóða um bann
við notkun ósoneyðandi efna, kennt við Montreal í Kanada. Hvers vegna hefur
ekki tekist eins vel að leysa önnur mál, loftslagsbreytingar, mengun, eyðingu
auðlinda, misskiptingu verðmæta og skelfilega fátækt margra? Haldnar hafa verið
1...,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15 17,18,19,20,21,22,23,24,25,26,...68