SJÁLFBÆRNI
10
verði að taka tillit til umhverfisverndar ef ekki eigi að stefna framtíð afkomenda
okkar í voða og að öll ríki heims beri ábyrgð á að vernda umhverfið og að minnka
og hætta ósjálfbærum framleiðslu- og neysluháttum. Í yfirlýsingunni koma fyrir
hugtök sem síðan heyrast oft í umræðunni, eins og varúðarregla og umhverfismat.
5
Yfirlýsing um skóga:
Yfirlýsingin var fyrst og fremst hugsuð til verndar
regnskógunum. Hins vegar urðu um hana miklar deilur á milli landa í „norðri“
og „suðri“, eins og stundum er sagt, og yfirlýsingin varð ekki lagalega bindandi.
Framkvæmdaáætlunin Dagskrá 21:
Á heimsráðstefnunni í Ríó náðist pólitísk
samstaða 178 þjóða um mikið skjal sem er 500 blaðsíður að lengd og skiptist
Orð um sjálfbæra þróun
Orðasambandið sjálfbær þróun fór öfugt ofan í margan Íslendinginn og lengi var
deilt um hvort ekki mætti finna annað betra. Umræðan snerist um umbúðirnar
en ekki innihaldið eins og oft vill verða! En það var heldur ekkert sjálfgefið að
samþykkja innihaldið og hugmyndafræðina. Væri þessi „sjálfbæra þróun“ ekki
bara eitthvað nýtt og óskiljanlegt sem kæmi frá útlöndum og kæmi okkur ekki
við því að Ísland væri fyrirmyndarland í umhverfismálum? Löng hefð er fyrir
því að tala um „þróaðar“ þjóðir og „vanþróaðar“. Nú var verið að segja að í
raun væru allar þjóðir vanþróaðar að þessu leyti og að allar þjóðir þyrftu að
þróast, þróast til sjálfbærni. Kannski ekki síst iðnaðarþjóðirnar sem hingað til
höfðu talið sig háþróaðar. Færa mátti rök fyrir því að þær þjóðir sem helst
væru háþróaðar hvað varðaði sjálfbærni væru þær sem hingað til höfðu verið
kallaðar frumstæðar, einhverjir ættbálkar í frumskógum sem enn lifðu nánast á
steinaldarstigi í sátt við náttúrlegt umhverfi sitt. Þýddi þetta að Íslendingar ættu
að snúa aftur í torfbæi og að ganga í sauðskinnsskóm? Enginn vildi hverfa til
þess tíma.
Úrlausnarefnið er hins vegar: Hvernig má vinna að því að allt fólk búi við
ásættanleg lífsgæði en jafnframt séu náttúrulögmál virt og auðlindum viðhaldið
svo að komandi kynslóðir fái einnig búið við mannsæmandi aðstæður, rétt eins
og við?
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 13,14,15,16,17,18,19,20,21,22,...68