Grunnþættir menntunar
9
•
Viðurkenna skal rétt þjóða til að ráða nýtingu auðlinda sinna svo fremi
sem þær geri það á sjálfbæran hátt og án þess að menga eða spilla
auðlindum annarra þjóða.
Tilgangur heimsráðstefnunnar skyldi einnig vera sá að vekja athygli heimsins
á umhverfis- og þróunarmálum ef það mætti verða til þess að þjóðþing og
þjóðarleiðtogar tækju aukið tillit til umhverfismála í ákvörðunum sínum og
efnahagsstjórn og settu slík mál í forgang.
3
Undirbúningur heimsráðstefnunnar var langur og mikill. Alþjóðlegar nefndir,
ráð og ráðstefnur unnu drög að ályktunum sem áhugi var á að samþykktar yrðu
á heimsráðstefnunni og einnig framkvæmdaáætlun í umhverfismálum. Óskað
var eftir að þjóðir heims, stofnanir og félög, öfluðu upplýsinga um ástand
umhverfismála í heimalöndum sínum. Þannig safnaðist mikið efni. Sem dæmi má
nefna að í tilefni þessa kom út, vorið 1992, skýrsla þar sem var í fyrsta skipti tekið
saman heildstætt yfirlit um stöðu umhverfismála á Íslandi.
4
Heimsráðstefnan var haldin fyrri hluta júní árið 1992 í Ríó de Janeiró. Þar
mættu yfir hundrað þjóðarleiðtogar, miklu fleiri en nokkurn tíma áður á einn
atburð. Þarna voru sendinefndir frá 178 þjóðum og skiptu fulltrúar á ráðstefnunni
tugum þúsunda. Á sama tíma voru aðrir dagskrárliðir skipulagðir á vegum óháðra
áhugasamtaka, svo kallað
Global Forum
. Talið var að gestir og þátttakendur
þar hafi verið hátt í hálfa milljón. Á heimsráðstefnunni voru tveir mikilvægir
samningar undirritaðir af yfir 150 ríkjum. Þeir voru um loftslagsbreytingar og
um fjölbreytileika lífs á Jörðinni (lífbreytileika). Einnig voru samþykktar þrjár
yfirlýsingar,
Ríóyfirlýsingin
, framkvæmdaáætlunin
Dagskrá 21
og yfirlýsing um
verndun skóga.
Ríóyfirlýsingin:
Lengi var von manna sú að þjóðir samþykktu Ríóyfirlýsinguna
sem nokkurs konar skuldbindandi stjórnarskrá Jarðar. Það markmið náðist ekki
en engu að síður er litið svo á að þátttökuþjóðirnar hafi með samþykkt sinni axlað
pólitískar og siðferðilegar skuldbindingar í samræmi við yfirlýsinguna. Hún er 27
gagnorðar reglur og byggir á þeim skilningi að á Jörðu, heimili alls mannkyns, séu
allir þættir hver öðrum háðir í samofinni heild. Lögð er áhersla á að hagþróun