Grunnþættir menntunar
7
Gamalt vín á nýjum belgjum
Sjálfbær þróun
varð fyrst áberandi í umræðu á níunda áratug síðustu aldar. Þá
starfaði stór, fjölþjóðleg nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna og var jafnan
kennd við formann sinn, Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs.
Niðurstaða nefndarinnar kom út í bók árið 1987,
Sameiginleg framtíð okkar
(
Our
Common Future
2
). Þar voru færð fyrir því rök að neysla mannkyns væri orðin svo
mikil að gengið væri á auðlindir Jarðar og sagt að strax yrði að hefjast handa og
vinna markvisst að umbótum. Lögð var áhersla á að viðhald náttúrugæða og
félagslegt jafnrétti yrði að samþættast allri efnahagslegri framþróun þjóða og lagt
til að þjóðir settu sér ákveðna stefnu og verkáætlun til úrbóta, það er sjálfbæra
þróun (
e. sustainable development
). Markmið sjálfbærrar þróunar var að fólk leitaðist
við að uppfylla þarfir sínar á hverjum tíma án þess að skerða möguleika komandi
kynslóða til að gera slíkt hið sama.
Hér var í raun lítið nýtt á ferð heldur aðeins verið að orða gamla og rótgróna
hugsun og gefa henni heiti. Sú hugsun og þau markmið sem felast í sjálfbærni
hafa verið samþætt siðum og menningu þjóða frá alda öðli. Íslendingar hafa lært
slíkt vinnulag í gegnum þjóðsögur og siði og fyrirmæli um skynsamlega nýtingu
lands og landsgæða má finna í fyrstu lögum þjóðarinnar,
Grágás
. Dæmisögur hafa
löngum þótt góðar til kennslu og menntunar og sagan um Skötutjörn er ein slíkra.
Hún ítrekar þá hegðun sem nú er kennd við sjálfbærni, að uppfylla eigin lífsþarfir
á þann hátt að kynslóðir í framtíðinni geti gert slíkt hið sama.
Ráðstefnan í Ríó 1992
Sameinuðu þjóðirnar héldu sína fyrstu ráðstefnu um umhverfi mannsins í
Stokkhólmi árið 1972. Hún markaði tímamót í umhverfismálum. Komið var á fót
Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Environment Programme, UNEP)
sem síðan hefur verið leiðandi í ýmsum umhverfismálum heimsins. Í kjölfar
Brundtland-skýrslunnar, eða í lok árs 1989, ákvað allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna að halda heimsráðstefnu um umhverfi og þróun þegar tuttugu ár
yrðu liðin frá Stokkhólmsráðstefnunni. Með þessu viðurkenndi allsherjarþingið
nauðsyn þess að grípa þyrfti til víðtækra aðgerða með þátttöku allra þjóða til að
1,2,3,4,5,6,7,8 10,11,12,13,14,15,16,17,18,19,...68