87
brandugla
spendýr
skjaldbaka
æðarkolla
páfagaukur
dýrategund
stjörnuspá
tunglmyrkvi
miðbaugur
geislabaugur
himingeimur
sjónauki
skipstjóri
frelsishetja
jarðfræði
landafræði
líffæri
lýsingarorð
Okkar afkastamesti orðasmiður er að öðrum ólöstuðum Jónas Hallgrímsson.
Hann var skáld og vísindamaður sem hafði miklar mætur á íslenskri tungu.
Jónas var uppi á 19. öld. Þá var Ísland nýlenda Dana og það þótti ákaflega fínt
að tala dönsku. Danskar slettur voru einnig að læðast inn í íslenskuna. Það
þótti Jónasi alls ekki gott og gerði sitt besta til að vinna gegn þeirri þróun.
Hann var sífellt að búa til ný íslensk orð, nýyrði. Þessi orð eru þó engin nýyrði
í dag heldur ósköp algeng íslensk orð.