ORÐSPOR
2
90
Skoðið vísuna og
notið kunnáttu ykkar
úr kaflanum fyrir
framan til að finna
ljóðstafi og rím.
Auglýsingastofa kemur að máli við þig og biður þig um að hanna
nýjan einkennisbúning á jólasvein. Búning sem hentar fyrir bæði
jólasveina og jólasveinkur og sem er í samræmi við nútímann.
• Teiknaðu og litaðu nýja búninginn á A4 blað.
• Hvert væri æskilegt hlutverk nútímajólasveins?
• Skoðaðu hugmyndir bekkjarfélaga þinna.
• Ræðið hvaða búningur yrði líkast til fyrir valinu og hvers vegna.
Segja vil ég sögu
af sveinunum þeim,
sem brugðu sér hér forðum
á bæina heim.
Þeir uppi á fjöllum sáust,
– eins og margur veit, –
í langri halarófu
á leið niður í sveit.
Grýla var þeirra móðir
og gaf þeim tröllamjólk,
en pabbinn Leppalúði,
– það var leiðindafólk.
Þeir jólasveinar nefndust,
– um jólin birtust þeir.
Og einn og einn þeir komu,
en aldrei tveir og tveir.
Brot úr jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum
1932
Jólasveinarnir þrettán sem Jóhannes úr Kötlum orti um eru enn í
dag titlaðir sem hinir íslensku jólasveinar. Í eldri heimildum eru
samt til önnur nöfn um jólavætti af tröllakyni sem hefðu allt eins
getað endað í vísum Jóhannesar. Til dæmis var talað um Tífil,
Bagga, Steingrím, Bjálm, Lækjaræsi og Litla-Pung. Þessir gaurar
komust þó ekki að í vísum Jóhannesar. Nýlega uppgötvuðust síðan
tvær vestfirskar jólakerlur, þær Flotsokka og Flotnös. Þær eiga að
hafa stolið
floti
fyrir jólin. Önnur setti það í sokk sem hún stal og
hin á að hafa geymt flotið í nösum sínum.
Bókahillan
Jólasveinar