

ORÐSPOR
2
88
Katrín Lilja Sigurðardóttir, eða Sprengju-Kata eins og
hún er kölluð, er í forystu Sprengjugengisins. Gengið
samanstendur af hópi háskólanemenda í efnafræði,
lífefnafræði
og
efnaverkfræði
. Það hefur haldið
kynningar um efnafræði frá árinu 2007 og má með
sanni segja að mikið fjör sé á kynningum þeirra.
Sprengjugengið fræðir almenning um ýmsa vökva,
gastegundir og efnahvörf, meðal annars með því að
breyta lit á vökvum, búa til sprengjuhvelli,
blossa
og
fílatannkrem.
Sprengju-Kata
og Sprengjugengið
eru flottar
fyrirmyndir