91
Þín eigin þjóðsaga
Ef þig langar að lesa bók þar sem þú hefur sjálf/ur áhrif á fram-
vindu sögunnar skaltu grípa í bók Ævars Þórs Benediktssonar,
Þín eigin þjóðsaga
. Bókin er full af sögum úr heimi íslenskra
þjóðsagna og þú ert aðalpersónan. Þú velur hvað persónan gerir
og lest bókina því ekki frá upphafi til enda, heldur hoppar þú
fram og aftur í sögunni eftir því hvað þú velur. Þessi bók er líka
sérstök að því leyti að það eru yfir fimmtíu ólíkir endar.
Þetta eru jólasveinarnir! Alla þína ævi hefur þú velt fyrir þér hvort þeir séu til í
alvörunni eða ekki. Nú standa þeir hér ljóslifandi fyrir framan þig. Stekkjarstaur
kynnir sig og gengur svo með þig um hellinn svo allir geti sagt til nafns. Síðan er
þér hlammað niður við varðeldinn.
Þér er boðið kjöt en þú afþakkar það pent. Því er engu að síður hent til þín.
Þú nærð ekki að grípa það og kjötið lendir á gólfinu.
„Af hverju má ég ekki fá?“ gargar Stúfur utan úr horni og rétt nær að henda
sér til hliðar þegar Kjötkrókur grýtir í hann beini.
„Hann má fá minn bita,“ segirðu og vonar að hann láti þig í friði eftir það.
Bjúgnakrækir þrífur skítugan kjötbitann upp af jörðinni og arkar til bróður síns.
„Hérna,“ segir hann og réttir honum bitann. Augun í Stúfi stækka um helming
og hann titrar af spenningi. En rétt áður en greyið nær taki á kjötinu kippir
Bjúgnakrækir hendinni til baka og treður því upp í sjálfan sig. „Mmm …“
smjattar hann framan í Stúf sem horfir stjarfur á bróður sinn. Neðri vörin
titrar og augun fyllast af tárum.
Kynnið ykkur þjóðsögu.
Annaðhvort velur kennarinn handa ykkur
eina þjóðsögu eða þið finnið söguna t.d. í
bókinni
Trunt, trunt og tröllin
, lesið hana
vel og vandlega og skráið hjá ykkur lykilorð.
Endursegið söguna fyrir bekkinn.
Fyrir jólin 2014 vann
Þín eigin
þjóðsaga
hin íslensku bóksala-
verðlaun fyrir bestu íslensku
barnabókina. Vorið 2015 fékk
bókin Bókaverðlaun barnanna.
2014