93
Kæri kennari
Ætlunin
með þessu bréfi er að bera
fram
kvörtun
. Það er mín
skoðun
að
lækkun
einkunnar minnar í heimilisfræði sé
argasta
móðgun
. Ég upplifi þetta sem eins konar
höfnun
. Ég vil að málið fari í
athugun
. Yfirleitt
legg ég mig alla fram í kennslustundum hjá þér.
Segja má að heimilisfræði sé
köllun
mín. Það var
bara í þetta eina skipti sem eitthvað fór úrskeiðis.
Ef til vill má segja að bruninn í kennslueldhúsinu
hafi verið
ógnun
við líf bekkjarfélaga minna.
En ég kýs að horfa frekar á þá
blessun
að allir
komust lífs af. Og svo er það nokkur
huggun
í að skólinn fékk glænýtt eldhús í staðinn.
Með von um endur
skoðun
á einkunn minni.
Kveðja, Aðalheiður
Finnið nafnorð í kvenkyni sem mynduð
eru úr eftirfarandi sagnorðum.
að blessa - að menga – að skammta –
að sanna – að versla