ORÐSPOR
2
82
Rím og ljóðstafir
Skálmöld notar bæði endarím og ljóðstafi í sínum textum.
Endarím
Það kallast endarím þegar orð í enda línu rímar við annað orð sem er í enda annarrar
línu. Stundum nota höfundar runurím og stundum víxlrím. Skoðum þessar tvær
tegundir endaríms aðeins betur með því að rýna í ljóð Vatnsenda-Rósu og Skálmaldar.
Runurím er þegar síðasta orðið
í tveimur eða fleiri línum í röð rímar.
Dæmi:
Sjórinn rauður
sýður
.
Í sortanum hann
bíður
.
Dagrenning og
dauðastormur
,
í djúpinu er
Miðgarðsormur
.
Víxlrím er þegar síðasta orðið í
annarri hverri línu rímar.
Dæmi:
Þig ég trega manna
mest
mædd af tára
flóði
.
Ó, að við hefðum aldrei
sést
,
elsku vinurinn
góði
.
Skoðið saman þessar vísur og finnið út hvort endarímið sé runurím eða víxlrím
Agnið beit víst á,
Ásgarður mig svíkur.
Jörmungandur, já,
ég er sá sem víkur.
(úr Miðgarðsorminum)
Þó að kali heitur hver,
hylji dali og jökul ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(úr vísum Vatnsenda-Rósu)