Talaðu!
Hlustaðu!
Lestu!
ORÐ
SPOR
íslenska fyrir miðstig grunnskóla
Ágæti nemandi
Orðspor er bók fyrir þig. Hlutverk hennar er að hjálpa þér að bæta
kunnáttu þína og færni til að tjá þig bæði munnlega og skriflega í
íslensku. Ef þú leggur þig fram um að lesa, skilja, þjálfa og ræða um
það sem stendur í bókinni munt þú njóta þess bæði vel og lengi.
Þú þjálfar heilann, lærir um netspor, fræðist um geiminn, skoðar
myndasögur, lest ljóð og spilar á spil. Þú þjálfast í framsögn, tjáningu
og hlustun. Auk þess eflist þú í lestri og ritun.
Megi máttur tungumálsins ávallt vera með þér!
Orðspor er heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig.
Höfundar eru Ása Marin Hafsteinsdóttir og Kristjana Friðbjörnsdóttir,
báðar með langa reynslu af kennslu í grunnskólum. Þar að auki eru þær
rithöfundar og hafa skrifað fyrir börn og fullorðna, ljóð og skáldsögur.
2
40084