Previous Page  87 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 87 / 132 Next Page
Page Background

5. KAFLI

85

Ferskeytla

Ferskeytla er oft talin vera vinsælasti bragarhátturinn í hefðbundinni vísnagerð á Íslandi.

Skoðum einkenni ferskeytlunnar:

Ferskeytla

hefur alltaf

fjórar línur

í hverju erindi.

– Í ferskeytlu er

víxlrím

.

– Í ferskeytlu eru

ljóðstafir

.

– Í ferskeytlu eru jafn mörg atkvæði í 1. og 3. línu. Eins eru jafnmörg atkvæði

í 2. og 4. línu. Þetta skapar

taktinn

, eða

hrynjandina

, sem við heyrum

svo oft í ferskeytlum.

Spreytið ykkur!

Hér fyrir neðan er ferskeytla um ýmsan fatakost.

• Finndu víxlrímið.

• Finndu ljóðstafina.

• Finndu fjölda atkvæða í hverri línu fyrir sig.

Buxur, vesti, brók og skó,

bætta sokka nýta,

húfutetur, hálsklút þó,

háleistana hvíta.

Jónas Hallgrímsson

Skoðið saman þessar

ferskeytlur og berið saman við

einkennin. Finnið þið enda-

rímið? Ljóðstafina? Atkvæða-

fjöldann? Um hvað er kvæðið

og hver er tilfinningin í því?

Loksins sé ég ljóma þinn

Loksins sé ég ljóma þinn

og litlu grænu spor,

finnurðu ekki fögnuð minn

feimna, ljósa vor?

Komdu og vektu vallarblóm,

vötnin silfurblá,

kveiktu í lofti klukknahljóm,

kalla úr moldu strá.

Allri heimsins fuglafjöld

fagna undurhljótt,

vertu hjá mér eina öld

unga bjarta nótt.

Sigrún Haraldsdóttir

Atkvæði inniheldur eitt sérhljóð.

Þannig er orðið banani þrjú atkvæði.

Við getum líka klappað orðin til að finna

atkvæðafjöldann, ba-na-ni eru þrjú klöpp

og því þrjú atkvæði.

Í verkefnabókinni getur þú æft þig

í að finna atkvæði orða.