Previous Page  91 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 91 / 132 Next Page
Page Background

89

Katrín Lilja hefur verið með áhugaverðar efnafræðitilraunir í þáttunum

Ævar vísinda-

maður

. Hún sagði í viðtali í Vísindavarpinu að hún hefði verið mjög forvitið barn.

Hún vildi alltaf vita hvað var inni í hlutum og bak við þá. Sem dæmi opnaði hún

dúkkurnar sínar til að athuga hvað væri inni í þeim! Hún vill meina að til þess að

verða góður vísindamaður þurfi forvitni að vera til staðar, sér í lagi forvitni um það

sem ekki sést. Þá skipti líka máli dugnaður í námi og að hafa áhuga á stærðfræði og

lestri um alls konar fróðleik.

Katrín Lilja ákvað snemma að verða raungreinamanneskja. Hún fór á náttúrufræði-

braut í framhaldsskóla og byrjaði háskólanámið í stærðfræði. Fljótlega sá hún að

stærðfræðin var ekki rétt fag og prófaði þá að fara í líffræði en skipti svo aftur um fag

og fann sig í efnafræðinni. Það má nefnilega skipta um skoðun ef maður sér að eitt-

hvað hentar manni ekki.

Vegna kunnáttu hennar í efnafræði hefur hún fylgt íslenskum framhaldsskólanemum

á Ólympíuleika í efnafræði.

Óhætt er að segja að Sprengju-Kata og Sprengjugengið hafa opnað dyr almennings að

undraheimi efnafræðinnar og skyldum raungreinum.

Rafmögnuð reglustika

Það sem þú þarft að hafa við höndina:

• reglustika úr plasti

• blað

• lopasokkur

• pipar

Það fyrsta sem þú gerir er að hella smá pipar á blaðið.

Síðan nuddar þú reglustikuna með lopasokknum, hratt og örugglega í

ca. 30 sekúndur. Við núninginn hleður þú reglustikuna. Sem útskýrir hvað

gerist í næsta skrefi. Þú færir reglustikuna að blaðinu með piparnum.

Haltu reglustikunni fyrir ofan kornin (ca. 3–5 sentimetrum fyrir ofan) og

sjáðu hvað gerist!