Previous Page  82 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 82 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

80

Skálmöld

Skálmöld er íslensk þungarokkhljómsveit sem sýnir

vel hvernig textagerð nútímans leitar í bragfræði.

Textarnir fylgja fornum íslenskum bragarháttum og fjalla

um norrænu goðafræðina. Þó svo að textarnir fari ekki eftir

goðafræðinni að öllu leyti þá byggja þeir á sögum af ásum og

atburðum úr norrænni goðafræði. Hljómsveitin spilar þungarokk

en það leynir sér ekki hvernig þeir nýta

menningararfinn

í lagasmíði sinni.

M

i

k

i

l

v

æ

g

t

e

r

a

ð

s

k

i

l

j

a

t

i

l

a

ð

n

j

ó

t

a

.

Hvað merkir orðið

skálmöld?

Miðgarðsormurinn

, stundum nefndur Jörmungandur, var sjávar-

skrímsli í norrænni goðafræði. Hann lá umhverfis heiminn og beit í

hala sinn. Hann var sonur Loka og Angurboðu, sem var tröllskessa.

Við heimsenda, sem kallast ragnarök í goðafræðinni, berst ásinn

Þór við Miðgarðsorm og drepur hann. Hann gat þó ekki fagnað

lengi því Miðgarðsormur spýtti á hann eitri sem drap Þór.

Lesið saman Skálmaldartextann

Miðgarðsormur

.

Skoðið vel fjólubláu orðin og finnið samheiti þeirra. Hér er nauðsynlegt

að vera með orðabækur eða komast í tölvuorðabók. Vísan er strembin en

algjörlega þess virði að fara í gegnum hana. Þegar þið hafið fundið orðin

mun kennarinn aðstoða ykkur við að ná innihaldinu vel. Til að einfalda

ykkur verkefnið getið þið byrjað á því að kíkja í vinnubókina og unnið

verkefnið um Miðgarðsorm. Ef þið skiljið ekki einhver orð sem ekki eru

fjólublá og eru ekki í verkefninu í vinnubókinni þá er um að gera að

spyrja kennara eða bekkjarfélaga, eða leita að orðinu í orðabók.