5. KAFLI
79
Vatnsenda-Rósa
Til að geta skrifað góðan lagatexta er gott að kunna ýmislegt fyrir sér í
bragfræði
.
Hljómsveitir nota mjög oft rím og ljóðstafi til að binda textana sína saman í
hefðbundið form.
Eins eru til fjölmörg ljóð sem verða að lagatextum eftir á.
Vísur Vatnsenda-Rósu
eru gott dæmi um það. Rósa
Guðmundsdóttir orti fallegar ástarvísur sem síðar
urðu að lagatexta við þjóðlag með millikafla Jóns
Ásgeirssonar. Til að hita upp raddböndin er tilvalið að
syngja saman þessar tregafullu vísur ljósmóðurinnar.
Sumir halda því fram að
fyrsta línan hafi verið:
Augað mitt og augað þitt.
Hvað styður að það geti
verið rétt?
Augun mín og augun þín,
Ó þá fögru steina.
Mitt er þitt, og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
Þig ég trega manna mest
mædd af táraflóði.
Ó, að við hefðum aldrei sést,
elsku vinurinn góði.
Langt er síðan sá ég hann,
sannlega fríður var hann.
Allt sem prýða mátti einn mann
mest af lýðum bar hann.
Ljóð kallast hefðbundið ljóð
ef það er ort eftir ákveðnum
reglum og formi. Hefðbundin
ljóð eru t.d. með rím, ljóðstafi
eða ort eftir ákveðnum
atkvæðafjölda.
Rósa Guðmundsdóttir er oft kölluð
Vatnsenda-Rósa eða Skáld-Rósa. Hún var
mikill kvenskörungur, sem þýðir að hún
var mikil dugnaðarkona. Í vinnubókinni
getur þú lesið um ævi hennar og ástir,
fjölskylduhagi og örlög.