ORÐSPOR
2
74
Málfarsmolinn
Málfarsmolinn
Slangur og slettur
Slangur
er óþekktarangi tungumálsins. Slangur þykir yfirleitt ekki vera gott
mál og ratar því sjaldan í orðabækur. En slangur er oft stórskemmtilegt og
skondið enda búið til af fólkinu sem talar tungumálið. Krakkar og unglingar
eru öflugustu slangurorðasmiðirnir.
Skondið slangur
hormotta – yfirvaraskegg
ellinaðra – rafskutla fyrir eldra fólk
kúlheit – töffaraskapur
Gullfoss og Geysir – niðurgangur og uppköst
rafbarbari – tölvuþrjótur, hakkari
maltesín – malt og appelsín
svepperóní – Pítsa með sveppum og pepperóní
Slettur
eru orð úr erlendu tungumáli
sem blandast inn í málið. Flestar slettur
koma nú úr ensku en fyrir 100 árum voru
dönskuslettur algengar í íslensku.
Vissir þú að það er til
Slangurorðabók?
Hún er á netinu.
Finnið fleiri
slanguryrði.