ORÐSPOR
2
72
Bók er best vina.
Bókakynning
Það er góð regla að dæma ekki bók af kápunni einni saman.
Bækur geta komið manni skemmtilega á óvart ef maður gefur
sér tíma til að lesa þær gaumgæfilega og gefur þeim tækifæri.
Sumar bækur grípa mann strax og halda athygli manns en
aðrar bækur eru oft lengi að byrja og fara svo á rosalegt flug.
Ein leið til að finna sér góðar bækur er að hlusta eftir því sem
aðrir eru að lesa og mæla með. Nú er komið að þér að skoða bók
og kynna hana fyrir bekkjarfélögum þínum.
Veldu þér myndasögubók. Lestu hana vel og vandlega. Búðu því
næst til kynningu á rafrænu formi sem þú nýtir þegar þú kynnir
bókina fyrir bekknum þínum.
Hafðu eftirfarandi punkta til hliðsjónar:
®
Titill bókar og útgáfuár.
®
Hver er höfundurinn? Leitaðu upplýsinga um hann og
önnur verk sem hann hefur skrifað.
®
Um hvað er bókin í stuttu máli?
Ü
Hvernig finnst þér höfundi takast til með upphaf bókarinnar?
Vakti það áhuga þinn á frekari lestri?
Ü
Nefndu aðalpersónur.
Ü
Hvert er sögusviðið?
Ü
Er ákveðin atburðarás í sögunni?
Ü
Ef já – hver er atburðarásin í stuttu máli?
Ü
Ef nei – af hverju ekki?
®
Endar sagan?
Ü
Ef já – hvernig?
Ü
Ef nei – af hverju ekki?
®
Þitt álit / Stjörnugjöf.
®
Mælir þú með bókinni? Af hverju? Af hverju ekki?