Previous Page  72 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 72 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

70

Íslenskur myndasöguhöfundur

Ísold Ellingsen Davíðsdóttir hefur samið og teikn-

að myndasögur frá því hún man eftir sér. Hún las

mikið af myndasögum sem barn og heillaðist af

forminu. Árið 2012 sendi hún frá sér sína fyrstu

sögu í fullri lengd. Bróðir hennar, Númi

Davíðsson kom að vinnslu nokkurra mynda í

bókinni.

Í sögunni

Næstum mennsk

kynnumst við

nokkrum undarlegum persónum. Toji er ninja-

lærlingur sem spádómar segja að muni bjarga

heiminum. Píla og Snúður eru heimilislausar

geimverur sem hafa áhuga á búa á Jörðinni.

Míó er nýfallinn engill sem veit ekkert í sinn haus.

Gúrka er varúlfur sem ólst upp í óbyggðum ásamt álfkonunni Emblu.

Leiðir persónanna liggja saman með afdrifaríkum afleiðingum fyrir mannkynið.

Umsagnir um bókina

Ótrúlega skemmtileg

saga. Flottar persónur.

Geimveran Píla fannst

mér skemmtilegust.

Kristín – 6. bekk

Þessi bók er

geðveikt góð!

Verður ekki örugglega

framhald?

Róbert – 6. bekk

Á kápu bókarinnar er

gefið sterklega í skyn hvar sagan

gerist. Hvaða ályktun dregur þú?

Í textanum hér að ofan

eru nefndar nokkrar persónur

úr sögunni.

Á forsíðu bókarinnar er mynd af

þessum sömu persónum.

Hver er hvað?