Previous Page  75 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 75 / 132 Next Page
Page Background

4. KAFLI

73

Hún minnir mig á

lýsingarorðin. Orðin sem

skreyta tungumálið okkar alla

daga. Fallegu lýsingarorðin

okkar!

Sæll vertu,

Málfróður. Mér datt

í hug að gefa þér

þessa vinalegu

gjöf.

Nei, heyrðu mig nú!

En ánægjulegt og ég á ekki einu

sinni afmæli. Mikið er þetta

skrautleg slaufa sem skreytir

þennan græna pakka.

Já, þau eru yndisleg, lýsingarorðin.

Gæða ómerkilegustu málsgreinar lífi og kalla fram

tilfinningar okkar. Sjáðu Tungulipran til dæmis.

Ef ekki væru til lýsingarorð væri hann bara hundur.

En hann er svo miklu meira. Hann er góður,

traustur, latur, grár, geðvondur,

lítill og krúttlegur hundur.

Humm, hvað

koma þau slaufunni

við? Svona, kíktu

í pakkann!

Lýsingarorðin eru líka svo fjölhæf.

Þau geta staðið í kvenkyni, karlkyni og hvorugkyni.

Falleg kona, fallegur karl, fallegt barn. Og þau geta

staðið bæði í eintölu og fleirtölu.

Lítill, grár hundur − litlir, gráir hundar.

Nú auk þess

er hægt að fall-

beygja þau með

nafnorðum.

Hér er

traustur

karl um

traustan karl

frá traustum

karli til trausts

karls.

Hva,

Tungulipur þó!

Hvað ertu að

gera???

En merkilegast

af öllu er að þau

stigbreytast. Hoppa

frá frumstigi, yfir í mið-

stig og enda í efsta stigi.

Svona: traustur –

traustari –

traustastur.

Voff,

voff