ORÐSPOR
2
68
Myndasögugrúsk
Trítlið í bekkjarferð á bókasafnið. Grúskið og gramsið í myndasögu-
deildinni. Skoðið alls konar myndasögur. Sögur sem þið þekkið og
sögur sem þið hafið aldrei séð áður.
Kynnið ykkur hvernig höfundarnir segja söguna.
Hvernig nota þeir texta til að dýpka söguþráðinn?
Hver er munurinn á hugsanablöðrum og talblöðrum?
Blöðruspeki
Til eru ýmsar útgáfur af hinni svokölluðu talblöðru.
Á þessari mynd eru nokkrar gerðir af talblöðrum.
Þær henta ef til vill við ólík tilefni.
Hvaða blöðrur eru algengastar?
Hverjar tákna reiðileg samskipti?
Hugsun?
Af hverju er tveimur blöðrum stundum skeytt saman?
Ef persónan ykkur væri að öskra hvaða talblöðru væri heppilegt að nota?
Hvers konar form hentar þegar sögumaður vill bæta við upplýsingum?
Spreytið ykkur!
Teiknið upp talblöðrur eins og sjást á myndinni.
Skemmtið ykkur við að semja texta inn í þær.