3. KAFLI
55
Þetta er góð spurning. Mörg ykkar hafið eflaust veitt því athygli þegar þið lásuð kaflann
að nær eingöngu er talað um karlmenn og dýr sem afrekuðu geimferðir. Það mætti halda
að geimferðir og geimvísindi hafi ekki höfðað til kvenna. En það er alls ekki þannig.
Skoðið aftur töfluna á bls. 49 um Apolló geimáætlun NASA. Þar sjáið þið eingöngu karl-
kynsnöfn undir dálknum geimfarar. Þó svo að konur hafi ekki mannað geimförin unnu
þær veigamikil störf í þágu tunglferðanna. Þær voru t.d. stærðfræðingar og verkfræðingar
og unnu að undirbúningi og úrvinnslu þeirra.
Í dag er öldin önnur og tímarnir breytast og mennirnir með. Það kann að vera að karl-
menn hafi verið fyrstir til að afreka ýmislegt varðandi geimferðir og konum haldið til
hliðar. En í dag er fjöldi kvenna geimfarar og vinna þær t.d. í Alþjóðlegu geimstöðinni.
Af hverju eru ekki fleiri
konur í þessum kafla?