

ORÐSPOR
2
56
Sævar Helgi
og Stjörnuskoðunarfélag
Seltjarnarness
eru flottar fyrirmyndir
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness er elsta og fjölmennasta félag áhugamanna um
stjörnuskoðun og stjörnufræði á Íslandi. Félagið var stofnað árið 1976 og voru félags-
menn þá tuttugu talsins. Sú tala hefur nú margfaldast og á hverju ári stendur félagið
fyrir uppákomum eins og stjörnuskoðun, sólskoðun, námskeiðum tengdum stjörnu-
fræði og fleira.
Formaður Stjörnuskoðunarfélagsins er Sævar Helgi Bragason. Hann hefur alltaf haft
áhuga á stjörnum og alheiminum. Sem krakki horfði hann mun meira upp en niður og
fyrsta bókin sem hann tók á skólabókasafninu var stjörnufræðibók. Fyrir fermingar-
peninginn keypti hann sinn fyrsta sjónauka og hefur verið í sjöunda himni eftir það.