ORÐSPOR
2
52
Jæja, trippin mín. Nú er
komið að því að við ræðum
aðeins um fallbeygingu.
Við getum fallbeygt öll orð sem
flokkast sem fallorð. Fallorð eru
öll nafnorð, lýsingarorð, fornöfn,
töluorð og greinir.
Í íslensku eru fjögur föll. Aðalfallið er
nefnifall og við finnum það með því að nota hjálparorðin
hér er/eru. Hin þrjú föllin eru aukaföll. Við eigum líka
hjálparorð með þeim og getum því fundið föll orða auðveldlega.
Tungulipur, ætlar þú að sofa í allan dag? Eigum við að koma í
göngutúr? Hann er eitthvað þreyttur hundurinn.
Við fallbeygjum hundur svona: Hér er hundur,
um hund, frá hundi, til hunds.
Þetta er ekki
flóknara en svo,
skinnin mín.