57
Sævar og félagar hans í Stjörnuskoðunarfélaginu stóðu fyrir því að gefa öllum grunn-
skólabörnum á Íslandi sólmyrkvagleraugu. Þau voru mikilvæg til að fylgjast með sól-
myrkvanum 20. mars 2015. Í þessum sólmyrkva huldi tunglið sólina tæplega 98% á
Reykjavíkursvæðinu en 99,5% á Austurlandi. Þar sem ekki sást
almyrkvi á Íslandi kallast sólmyrkvinn „verulegur deildarmyrkvi“.
Næsti almyrkvi verður í ágúst 2026. Sævar Helgi er annar höf-
unda bókarinnar
Vísindabók Villa – Geimurinn og geimferðir.
Þar eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar um stjörnur og sólir
en þó aðallega um geimferðir og geimfara. Hver var t.d. fyrst-
ur að fara út í geiminn? Hvernig þurfa geimfarar að klæða sig
úti í geimnum? Hvað borða þeir? Hvernig pissa þeir og kúka?
Er líf á öðrum hnöttum?
Sólir í órafjarlægð
Sólin okkar er miklu bjartari en stjörnurnar vegna þess að hún er miklu nær okkur.
Stjörnurnar eru daufar því þær eru ótrúlega langt í burtu. Þær eru svo langt í burtu
að við neyðumst til að mæla fjarlægðirnar til þeirra í ljósárum.
Eitt ljósár er svakalega löng vegalengd því ekkert ferðast hraðar en ljósið. Ljósgeisli
getur farið átta sinnum í kringum Jörðina á einni sekúndu! Hann kemst líka til
tunglsins á rétt rúmri sekúndu, sömu vegalengd og menn ferðuðust á fjórum dögum.
Nálægasta stjarnan við sólina okkar heitir Proxima Centauri.
Hún er í fjögurra ljósára fjarlægð frá okkur, sem þýðir
að ljósið hefur verið fjögur ár að ferðast frá henni til
okkar. Þetta þýðir líka annað stórmerkilegt:
Stjörnurnar eru svo langt í burtu að ljósið er mörg
ár að berast frá þeim til okkar. Alltaf þegar þú horf-
ir á stjörnurnar á himninum ertu að horfa aftur í
tímann!
Vissuð þið að á
stjörnufræðivefnum
(www.stjornufraedi.is)
er hægt
að finna stjörnuskífu með leið-
beiningum. Skífuna getið þið farið
með út þegar það er stjörnu-
bjart og notað hana til að þekkja
stjörnur himinsins.
Úr Vísindabók Villa – Geimurinn og geimferðir.
Búin að poppa og nú bíð
ég bara spennt!