Previous Page  60 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 60 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

58

Tvö eða þrjú hundruð manns voru nú við gíginn og fylgdust með. Fremsti hlutinn

skrúfaðist út úr hylkinu uns hann féll til jarðar með háu glamri.

Ég tók eftir hreyfingu í skugganum innan við opið. Það grillti í gráleita arma og tvö

glóandi augu. Þetta var líkast gráum snáki að hringa sig upp og svo fylgdi annar á

eftir. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Kona öskraði hástöfum fyrir aftan

mig. Á meðan ég ruddi mér leið frá gígbrúninni sá ég undrunina á andlitum fólksins

í kringum mig breytast í skelfingu.

Þykkur og grár búkur mjakaði sér út um opið á hylkinu. Þegar birtan féll á húðina

glansaði hún eins og blautt leður. Tvö stór og myrk augu horfðu rannsakandi á

mannfjöldann umhverfis. Kvikindið var með hnattlaga höfuð og varalausan v-laga

munn sem iðaði og másaði og slefaði. Þeir sem hafa aldrei augum litið lifandi

Marsbúa geta ekki ímyndað sér hryllinginn sem fylgdi þessari sýn. Brúnleit og

slepjuleg húðin glansaði eins og skinn á blautum sveppi, klunnaleg skepnan virtist

vera illskan sjálf, holdi klædd.

I

llar geimverur

1898 Innrásin frá Mars

Hér er á ferðinni ein af fyrstu vísindaskáldsögunum. Sagan er

sögð í fyrstu persónu af miðaldra Breta er verður vitni að innrás

Marsbúa. Geimverurnar koma alls ekki í friðsamlegum tilgangi

og beita hitageislum og eiturgasi með það að markmiði að

útrýma mannkyninu og yfirtaka Jörðina.

Höfundurinn H.G. Wells var langt á undan sínum samtíma-

mönnum með hugmyndir sínar um líf á öðrum hnöttum.

Hann kynnti sér nýjustu vísindarannsóknir um plánetuna Mars

og nýtti þær til grundvallar í skrifum sínum um útlit Marsbúanna

og aðstæður á plánetunni.

Bókahillan