Previous Page  52 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 52 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

50

Þeir fóru á tunglið … eða hvað?

Margar milljónir manna, út um allan heim, sátu límdir

við sjónvarpsskjái sína þann 20. júlí 1969.

Nei, það var ekki Söngvakeppni evrópskra

sjónvarpsstöðva eða heimsmeistaramótið

í knattspyrnu sem dró fólkið að sínum

svarthvítu skjáum. Heldur var tunglferjan

Örninn, sem var hluti af geimskipinu

Apollo 11, að lenda á tunglinu. Í fyrsta

sinn í mannkynssögunni myndu menn

stíga á yfirborð tunglsins. Snerta það.

Gífurleg stemming var á heimilum fólks

þegar það japlaði á poppkorni og horfði á

geimfarana Neil Armstrong og Buzz Aldrin

príla

í rólegheitunum niður stiga frá tungl-

ferjunni og stíga varlega niður til jarðar …

nei tunglsins. Neil fór á undan út og þegar

hann steig niður á fast land sagði hann hin

fleygu orð:

„Þetta er eitt lítið

skref fyrir manneskju –

en risastökk fyrir

mannkynið.“

Á meðan hann tók fyrstu skrefin og lýsti

því sem fyrir augu bar

klöngraðist

Buzz

niður stigann. Í beinni útsendingu fylgdust

Jarðarbúar með þeim félögum safna

mána-

sandi

, geimryki, steinum og öðru sem þeir

fundu á yfirborði tunglsins. Þeir skildu

eftir sig tæki sem áttu að halda áfram að

safna upplýsingum og senda til Jarðar. Þeir

stungu líka niður stöng með bandaríska

fánanum á og skildu eftir skilti sem

greypt

var í „Hér stigu menn frá reikistjörnunni

Jörðinni fyrsta sinn fæti sínum á tunglið

árið 1969. Við komum í friði fyrir hönd

alls mannkyns.“ Eftir rúmar tvær klukku-

stundir fóru þeir félagar aftur upp í tungl-

ferjuna og yfirgáfu tunglið.

Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu

spennandi sjónvarpsefni þetta var. Fólk

grét af stolti yfir yfirburðum mannsins að

geta kannað jafn spennandi og framandi

hluti eins og sjálft tunglið. Já, allir voru

stoltir. Eða flestir. Allavega margir. Ekki

allir.

Því það er til hópur fólks sem trúir því ekki

að Bandaríkjamenn hafi í raun sent menn

til tunglsins. Sá hópur segir að Bandaríkin

hafi blekkt heiminn.

Sums staðar,

eins og á

Íslandi, var

kominn 21. júlí.

Vissuð þið að geimfarar

komu til Íslands á vegum

NASA til að æfa sig fyrir

tunglferðir? Ástæðan? Jú,

landslag á Íslandi er víða

svipað og á tunglinu!