3. KAFLI
53
Geimkorn
Geimkorn 1
Fyrsta konan að fara út í geiminn
Fyrsta konan til að fara út í geim var einungis 26 ára gömul. Hún heitir
Valentina Tereshkova og er frá Rússlandi. Þegar hún var 17 ára gömul varð hún
að hætta í skóla og fá sér vinnu, því fjölskylda hennar var ekki
efnuð
. Hún fór
að vinna í vefnaðarverksmiðju en hélt áfram að mennta sig með því að taka
námskeið í gegnum
bréfaskóla
. Valentina var ævintýragjörn og 22 ára gömul
lærði hún fallhlífastökk. Það var einmitt kunnátta hennar í fallhlífastökki sem
varð til þess að hún var valin til að fara fyrst kvenna út í geiminn, árið 1963.
Hún flaug geimfarinu Vostok 6 og tók geimferð hennar tæpa 3 daga.
Geimkorn 2
Fyrsti íslenski geimfarinn
Bjarni Tryggvason er kanadískur geimfari af íslenskum ættum.
Hann fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kanada. Hann er fyrsti (og
eini þegar þessi bók er rituð) Íslendingurinn sem hefur farið í
geimferð. Hann var einn af 6 geimförum sem skotið var upp
með geimflauginni Discovery, sem við getum þýtt sem
Uppgötvun. Geimflaugin fór ekki til tunglsins heldur voru geim-
fararnir að rannsaka ýmislegt sem viðkemur Jörðinni.
Geimkorn 3
Alþjóðlega geimstöðin
Vissuð þið að það er vinnustaður í ca. 350 kílómetra hæð yfir Jörðunni?
Þar starfa að jafnaði sex sérfræðingar og vinnustaður þeirra ferðast um
sporbaug Jarðar og
hringsólar
um Jörðina. Hver hringur tekur um
90 mínútur! Þessi vinnustaður er Alþjóðlega geimstöðin.
Flestir áhafnarmeðlimir dvelja í geimstöðinni í um fimm og hálfan mánuð en dæmi eru um starfsmenn sem fara
til ársdvalar. Sérfræðingarnir vinna t.d. að rannsóknum í efnafræði, eðlisfræði, stjörnufræði, veðurfræði, líffræði
og læknisfræði.
Hvað er bréfaskóli?
Er slíkt form á
námi til í dag?
Kallast það kannski
eitthvað annað en
bréfaskóli?