3. KAFLI
51
Hópurinn er með ýmsar
kenningar
um að tunglferðirnar hafi eingöngu verið liður í hinu
svokallaða
Kalda stríði
sem ríkti á milli Bandaríkjanna og Rússlands á þessum tíma.
Hópurinn bendir á að mjög ólíklegt sé að upptakan sem fólk horfði á hafi í raun verið
bein útsending frá tunglinu. Heldur hafi lendingin verið sviðsett inni í kvikmyndaveri.
Hann nefnir sem dæmi tvo eftirfarandi punkta:
• Hver hélt á kvikmyndavélinni sem myndaði
Neil Armstrong stíga út úr tunglferjunni?
• Hvers vegna blaktir fáninn á stönginni þegar
það er ekkert loft og enginn vindur á tunglinu?
Fleiri atriði hafa verið nefnd til skjalanna.
Engar stjörnur sjást á himni á þeim ljósmyndum
sem Neil og Buzz áttu að hafa tekið á tunglinu.
Geimfararnir áttu
að hafa skilið eftir
nokkra hluti á tunglinu.
Af hverju sjást þessir
hlutir ekki með góðum
sjónaukum?
Skuggarnir á myndunum passa
ekki alltaf við stöðu sólarinnar.
Þessum spurningum
hefur t.d. verið svarað
nokkuð skilvíslega á
Vísindavefnum.
Hvað haldið þið?
Voru tunglferðirnar bara plat
eða trúið þið því að menn
hafi gengið á tunglinu?
NASA hefur m.a. svarað flestum
kenningum um samsæri.
Skyldu þau svör vera blekking
eða sannleikur?
Finnið ykkur námsfélaga. Flettið
upp á verkefninu Þeir fóru á
tunglið … eða hvað? í vinnubókinni
ykkar og leysið verkefnið þar.