Previous Page  61 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 61 / 132 Next Page
Page Background

59

Árið 1938 sló

Innrásin frá

Mars

eftirminnilega í gegn

í Bandaríkjunum. Sagan var

þá flutt sem útvarpsleikrit

sem var svo trúverðugt að

fjöldi manna hélt að um

raunverulega innrás Marsbúa

væri að ræða. Mikil skelfing

greip um sig. Leikstjórinn

Orson Wells neyddist til að

biðjast opinberlega afsökunar.

Verur frá öðrum hnöttum

hafa haft mikil áhrif á

rithöfunda og kvikmynda-

gerðarfólk. Nefndu nokkrar

bækur eða kvikmyndir sem

þú manst eftir þar sem

geimverur koma við sögu.

Úps! Þú gengur fram á Marsbúa eins

og honum er lýst í textanum hér til

hliðar. Hann eða hún er nýlent á Jörð-

inni. Hvað er það fyrsta sem þú segir?

Hver eru fyrstu orð Marsbúans?

Semdu samtal eða teiknimyndasögu

milli þín og Marsbúans.