Previous Page  50 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 50 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

48

Tunglferðirnar

Þegar geimvísindamenn voru búnir

að prófa að senda dýr og menn út í

geiminn var næsta skref að senda menn

til tunglsins.

Tunglferðirnar

Nú er farið

að fyrnast

yfir ferðir manna til

tunglsins í Apolló geimáætlun Bandaríkja-

manna á árunum 1968 til 1972. Fæstir

muna lengur hve margar ferðirnar voru

eða hverjir tóku þátt í þeim. Í töflunni

hér á næstu síðu er yfirlit yfir þessar ferðir

sem voru níu talsins.

Satúrnus eldflaugin sem notuð var við

tunglferðirnar var 111 m löng (um 60

mannhæðir) þegar geimfarið á oddinum

er meðreiknað. Hún gat borið 130 tonn á

braut um jörðu og 50 tonn til tunglsins.

Upphafshraði í tunglferðunum var 40 þús-

und km á klukkustund. Flugtíminn til

tunglsins var 66 stundir (2,7 dagar).

Í töflunni er merkt með stjörnu við nöfn

þeirra manna sem stigu fæti á tunglið.

Þessir menn voru alltaf tveir saman í tungl-

ferju sem bar þá til lendingar en þriðji

maðurinn beið á meðan í stjórnfari sem

hringsólaði um tunglið, venjulega í 110 km

hæð. Umferðartíminn í þeirri hæð var rétt-

ar tvær klukkustundir. Í þremur síðustu

Í greininni Tunglferðirnar er vísað í

nokkrar heimildir. Hvers vegna teljið

þið að höfundur greinarinnar hafi

vísað í heimildir? Teljið þið þetta

traustar og áreiðanlegar heimildir?

Af hverju? Af hverju ekki?

Hér er mynd úr einni ferðinni (Apolló 16). Geimfarinn á myndinni

er Charles Duke. Á bak við hann sést tunglbíllinn (NASA).

ferðunum höfðu geimfararnir sérhannaðan

tunglbíl meðferðis.

Í júlíhefti breska tímaritins Spaceflight

(2004) var fjallað um þá spurningu, hverjir

Apolló geimfara hefðu komist lengst allra

manna frá Jörðu. Fjarlægð tunglsins er tals-

vert breytileg svo að svarið liggur ekki í

augum uppi. En samkvæmt útreikningum

sem birtir voru í tímaritinu eiga geimfar-

arnir í Apolló 13 metið. Þegar þeir voru

handan tungls hinn 14. apríl 1970 náðu

þeir 400 020 km fjarlægð frá yfirborði

Jarðar (406 400 km frá Jarðarmiðju). Eins

og kunnugt er lentu þeir félagar í hinum

mestu hremmingum þegar sprenging varð í

geimfarinu og máttu kallast heppnir að

komast lifandi úr þessari för.