Previous Page  49 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 49 / 132 Next Page
Page Background

3. KAFLI

47

Nú eruð þið komin aðeins á veg með að draga ályktanir. Finnið ykkur einn

námsfélaga og lesið aftur saman textann Leynimakk.

• Hvers vegna litu Bandaríkjamenn á það sem slæmar fréttir að Júrí Gagarín

væri fyrsti maður til að fara út í geiminn? Dragið ályktun út frá því sem þið

þegar vitið.

• Hvernig haldið þið að Gagarín hafi liðið þegar komið var að

heimkomunni? Nýtið upplýsingar í textanum til að draga ályktun.

Lesið einnig textann Pissublautur geimfari.

• Hvaða ályktun getið þið dregið um það svar sem Alan fékk um að mega

ekki fara á klósettið?

• Hvers vegna sat Alan ekki í pissublautum ullarnærfötum alla geimferðina?

• Hjálpist að við að skrifa dagbókarfærslu sem Alan Shepard gæti hafa

skrifað daginn eftir geimskotið.

Leynimakk

Þann 12. apríl 1961 bárust Bandaríkja-

mönnum slæmar fréttir. Fyrsti maðurinn

sem fór út í geiminn hét ekki Alan Shepard

heldur Júrí Gagarín. Þegar Gagarín frétti

að hann yrði fyrsti geimfarinn var honum

skipað að halda því leyndu. Fjölskylda hans

vissi ekki einu sinni af því.

Gagarín fór einn hring um Jörðina.

Eftir rúmlega 90 mínútur var komið að

heimkomunni sem var hættulegasti hluti

geimferðarinnar. Þá féll geimfarið eins og

glóandi loftsteinn til Jarðar. Í 7 km hæð

skaust lúgan af geimfarinu og Gagarín

stökk út. Fallhlíf hans opnaðist og í henni

sveif Gagarín hægt og rólega til Jarðar.

Pissublautur geimfari

Þremur vikum síðar fór Alan Shepard í

sína geimferð. Eftir að hafa setið í nokkra

klukkutíma í geimfarinu var Shepard alveg

að pissa á sig. Hann var ekki með neina

bleyju á sér og það var heldur ekkert kló-

sett í geimfarinu en hann óskaði eftir því

að fara út til að pissa.

En nei nei, Shepard var skipað að halda

í sér. En hann gat ekki meira og pissaði á

sig og rennbleytti ullarnærfötin sín. Loft

streymdi hins vegar um búninginn svo

hann þornaði fljótt. Skömmu síðar var

eldflauginni skotið á loft. Geimferð

Shepards var miklu styttri en Gagaríns

eða fimmtán mínútur – bara upp og niður.