ORÐSPOR
2
46
Við komum í friði
Lestu eftirfarandi kaflabrot úr bókinni
Vísindabók Villa
–
Geimurinn og geimferðir
.
Vostok og Mercury
Bæði Rússar og Bandaríkjamenn ætluðu að verða fyrstir til að senda mann í geimferð.
Rússar smíðuðu geimfar sem kallaðist Vostok. Það var pínulítið og kúlulaga með pláss
fyrir einn geimfara. Geimfarið var svo lítið að geimfarinn varð að vera lítill og léttur. Bara
karlmenn komu til greina til að byrja með.
Geimfar NASA hét Mercury. Það var keilulaga og rúmaði líka einn geimfara. Bandarísku
geimfararnir máttu þó vera örlítið stærri og þyngri en þeir rússnesku. Þeir urðu hins
vegar að vera tilraunaflugmenn hjá hernum. Engar konur voru tilraunaflugmenn hjá
hernum á þessum tíma og þess vegna gátu þær ekki orðið geimfarar.
Hvað er að álykta?
Það að álykta er að komast að einhverri
niðurstöðu með því til dæmis að nota
rök. Ályktun er ekki bara að giska.
Til að geta dregið ályktun um eitthvert
efni þarf að kynna sér efnið, t.d. með
því að tala við aðra, lesa sér til, leita
að heimildum o.s.frv. Þegar þú átt að
draga ályktun út frá einhverjum texta,
er oft nóg að lesa textann vel og nota
upplýsingar sem þú færð í textanum
sjálfum.
Skoðið textann um Vostok og
Mercury aftur.
• Út frá þeim upplýsingum sem
fram koma í textanum, dragið
ályktanir um hvort geimfar Rússa
eða Bandaríkjamanna (sem stjórn-
uðu NASA) hafi verið heppilegra
fyrir geimfara.
• Leitið að upplýsingum í textanum
sem gætu hjálpað ykkur að draga
ályktun um af hverju konur gátu
ekki verið geimfarar í þessum
geimförum.