3. KAFLI
45
Byrjið á því að svara hvert um sig eftirfarandi spurningu með
já
eða
nei
:
Var rétt að nýta dýr í tilraunir til geimferða?
Færið rök fyrir skoðun ykkar.
Æfið ykkur í að finna rök með og á móti!
Skoðið fullyrðingarnar og finnið tvenns konar rök með og á móti hverri full-
yrðingu sem tengist ykkar daglega skólalífi.
• Það á að banna alla notkun farsíma á skólatíma.
• Börn eiga að ákveða sjálf klukkan hvað þau koma heim á kvöldin.
• Skóladagur ætti að hefjast klukkan 10:00 á Íslandi.
• Það á að stytta skóladaginn með því að leggja niður frímínútur.
Hvað eru rök? Rök eru í raun ástæða fyrir skoðun þinni, einhver sönnun á því að þú
hafir rétt fyrir þér. Að færa rök fyrir máli þínu þýðir að þú ert að reyna að sannfæra
aðra manneskju um að það sem þú segir eigi rétt á sér. Sé ekki bara bull eða tengt
tilfinningum eingöngu. Að svarið sé ekki „af því bara“.
Skoðum dæmi um rök með og á móti spurningunni í verkefninu. Þessi rök eru byggð
á því sem fram kemur í textanum í þessari kennslubók:
Nei – nei, ég er ekki sammála vegna þess að mörg dýr dóu í geimferðunum.
Hundurinn Laika hefði mögulega getað lifað lengi en hann dó fljótlega eftir geimskotið
sem hann bað ekkert um að fá að taka þátt í. Það er ekki sanngjarnt að dýr deyi í þágu
vísinda.
Já – já, ég er sammála vegna þess að geimferðir dýranna urðu til þess að geimvísinda-
menn lærðu af mistökum sínum og gátu á endanum sent mannað far út í geiminn.
Geimferðir dýranna fleyttu tækniþróuninni áfram og mannkynið lærði mikið um
geiminn.
með á móti
Getið þið fundið
fleiri rök
og
spurningunni?