Previous Page  45 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 45 / 132 Next Page
Page Background

3. KAFLI

43

Astraltertugubb

Í kvikmyndinni

Með allt á hreinu

rákust Stuðmenn á tvær

geimverur að dansa. Lagið og textinn varð til er þeir

reyndu að sannfæra lögregluna um tilvist geimveranna.

Við sáum

ufo

upp á heiði í gær.

Og út úr honum stigu verur tvær.

Þær spurðu hvort við ættum nokkuð eld

að kveikja upp í

kveld

.

Þær buð’ okkur í ufo-inn sinn inn

og helltu upp á

uppáhelling-inn

.

Fram þær reiddu

hálfmána

og kex

og

astraltertur

sex.

Þið verðið að trúa okkur við segjum það satt.

Stóreflis

ufo af himnum ofan datt.

Við hefðum tekið myndir en höfðum engan

kubb

.

Sönnunargagnið er astraltertugubb.

Astraltertugubb

?

Já, astraltertugubb.

Að gæta laga og réttar er

vort fag

.

Við sendum þetta suður strax í dag.

Sýnið fer til athugunar þar

og efnagreiningar.

Þið verðið að trúa okkur við segjum það satt.

Stóreflis ufo af himnum ofan datt.

Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb.

Sönnunargagnið

er astraltertugubb.

Valgeir Guðjónsson

Rýnið í fjólubláu orðin og finnið

merkingu þeirra. Sum orðanna

er að finna í orðabók. Önnur eru

uppspuni textahöfundar.

Í flestum erindum lagsins syngja

Stuðmenn um reynslu sína af

samskiptum við geimverurnar.

Eitt erindi sker sig þó úr. Hverjir

tjá sig þar með söng og hvað hafa

þeir að segja?

Astraltertur geimveranna fóru illa

í Stuðmenn. Hvað var eiginlega í

þessum tertum? Gerið uppskrift

að Astraltertu. Tiltakið hráefni og

bakstursaðferð. Kveikið á ímyndunar-

aflinu, leyfið hugmyndum að streyma

og skemmtið ykkur vel!

Hvernig haldið þið að

geimverunum hafi

litist á Stuðmenn?