ORÐSPOR
2
44
Frægasta geimdýrið er líkast til rússneski
hundurinn Laika sem var fyrsta lifandi veran
til að vera skotið upp í eldflaug. Eldflaugin
hét Spútnik 2 og fór hún á braut um Jörðu.
Laika lifði geimferðina ekki af en mynd af
henni prýddi frímerki nokkurra landa.
Apinn Albert VI, ásamt ellefu félögum af músarkyni, var fyrstur til
að lifa af geimskot og lendingu. Þau fóru reyndar bara um 72
metra upp í himin og því flokkast ferðalag þeirra varla sem geim-
ferð.
Ýmsar apa- og hundategundir voru nýttar í tilraunir til geimferða.
Það hljómar kannski ekki vel, sérstaklega í ljósi þess að mörg
þeirra lifðu ekki af. En það er öruggt að fórn dýranna fleytti
tækniþróun geimferða áfram og gerði mönnum kleift að senda
mannað geimfar til tunglsins.
Simpansinn Ham sem sagt var frá í Orðspori 1 er gott dæmi um
það að geimvísindamenn fengu hafsjó af upplýsingum frá geim-
ferðum dýranna. Ham var fyrsta spendýrið til að lifa af geimskot,
tíma í þyngdarleysi úti í geimnum og lendingu. Og hugsið ykkur,
hann var bara þriggja ára. Ekki nóg með að hann hafi lifað ferðina
af heldur braut hann blað í sögu geimferða, því þremur mánuðum
síðar var fyrsti maðurinn sendur út í geim.
Það er ekki fáránleg hugmynd að skrifa leikrit um mýs sem fara út í geiminn.
Því áður en menn voru sendir í geimferðir var dýrum skotið út í geim.