ORÐSPOR
2
42
Geimdýr
Löngu áður en geimferðir urðu að veruleika dreymdi fólk um
möguleikann á því að þeysa um himingeiminn. Margar vísinda-
skáldsögur voru skrifaðar þar sem sögupersónur fóru út í hinn
stóra alheim. Tunglið var dularfullt fyrirbæri. Mörg börn trúðu
á Karlinn í tunglinu og að við fullt tungl birtust varúlfar.
Gervihnöttur eða gervi-
tungl er hlutur á braut
jarðar sem nýtist til
rannsókna og samskipta.
Fyrsti gervihnötturinn
kallaðist Spútnik 1
• Skrifaðu smásögu um tungl-
ferð Magga og Möllu. Notaðu
þær upplýsingar sem fram koma í
söngtextanum.
• Teiknaðu mynd við endursögn þína.
Barnabókin
Músabörn í geimflugi
eftir
Ingibjörgu Jónsdóttur kom út árið 1963, á
svipuðum tíma og Bandaríkin og Rússland
voru í geimkapphlaupi. Báðar þjóðirnar
vildu verða fyrstar til að senda mannað
geimfar út í geiminn. Á þessum árum áttu
geimferðir hug og hjörtu margra Jarðar-
búa. Þeir fylgdust með tilraunum til að
senda út fyrsta gervihnöttinn.
Ferðin til Limbó, var leikgerð af bók
Ingibjargar. Það var fyrsta íslenska
leikritið eftir konu sem var sett á svið
í Þjóðleikhúsinu. Verkið fjallar um
prófessor sem sendir músasystkin út í
geim. Þau lenda á plánetunni Limbó og
lenda í ýmsum ævintýrum.
Sé tunglið allt úr tómum osti
Sé tunglið allt úr tómum osti,
talsvert held ég að það kosti.
Þar músapabbar ei mikið gera
og Möllu þætti víst gott að vera.
Naga, naga, alla daga,
narta bita í sinn maga.
Þá verður Möllu magi stór
og Maggi ekki lengur mjór.
Sé tunglið allt úr tómum osti,
talsvert held ég að það kosti.
Þar músapabbar ei mikið gera
og Möllu þætti víst gott að vera.
Á ógnar spani’ í eldflauginni
æddi ég með systur minni.
Um himingeiminn ég hentist spenntur
og hérna er ég nú loksins lentur.
Úr gulum osti allt er hér,
ef að tunglið þetta er.
Nú ég í hann narta vil.
Og namm og namm, ég hlakka til.
Ingibjörg Jónsdóttir