Previous Page  43 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 43 / 132 Next Page
Page Background

3. KAFLI

41

Eftirlestur

a. Ræðið saman um efni textans. Passar það við þær

hugmyndir sem þið höfðuð í forlestri?

b. Endursegið efnið í stuttu máli.

c. Finnið lykilorð í textanum.

d. Gerið einfalt hugarkort af því sem geimtrúaðir halda

um komu geimvera til Jarðarinnar.

3

Ímyndið ykkur geimveru sem er nýlent í ykkar bæ. Punktið niður

áætlun fyrir geimveruna með því að svara eftirfarandi spurningum:

• Hvað væri það fyrsta sem þið mynduð segja við hana?

• Hvað væri það fyrsta sem þið mynduð spyrja hana um?

• Veljið 3 staði sem þið mynduð sýna henni í ykkar umhverfi.

• Af hverju þessa þrjá staði frekar en einhverja aðra?

• Ef þið mættuð fljúga með hana á tvo staði

á Jörðinni, hvert færuð þið með hana

og af hverju á þá staði?

• Geimveruna langar að komast heim

til sín eftir allt þetta ferðalag um

Jörðina. Hvernig getið þið

aðstoðað hana?

• Kynnið ykkar áætlun fyrir

bekkjarfélögum.