ORÐSPOR
2
40
Erum við ein?
Finndu þér námsfélaga og leystu verkefni 1, 2 og 3.
Lestur
a. Lesið textann vel
og vandlega.
b. Stoppið eftir
hverja efnis-
grein og ræðið
ykkar á milli efni
hennar svo báðir
námsfélagar skilji
innihaldið.
c. Flettið upp
orðum sem þið
ekki skiljið.
2
Erum v ið e i n?
Árið 1993 flykktist fólk til
Íslands, nánar tiltekið á Snæ-
fellsnes. Ástæðan? Jú, það taldi
að geimverur myndu lenda þar.
Þó svo að engar sannanir séu
fyrir því að líf finnist á öðrum
plánetum en Jörðinni eru marg-
ir sem segjast hafa orðið varir
við geimverur. Köllum það fólk
geimtrúar, sem er ekki orð í
orðabók, heldur tilbúningur.
Þeir sem eru geimtrúar trúa því
að geimverur séu til og að þær
hafi komið til Jarðarinnar.
Geimtrúaðir segjast til dæmis
hafa séð fljúgandi furðuhlut.
Aðrir halda því fram að þeir hafi
verið numdir brott af geimver-
um í takmarkaðan tíma. Enn
aðrir segja að geimverur hafi
skilið eftir ýmis skilaboð hér á
Jörðinni. Dæmi um slík skilaboð
eru mynstur á ökrum. Ein helsta
vísbending sem geimtrúaðir
hafa um tilvist geimvera er
Svæði 51 í Bandaríkjunum. Þeir
trúa að þar hafi geimfar með
geimverum brotlent. Erfitt er að
segja til um hvort það sé rétt því
svæðið er lokað og aðgangur er
stranglega bannaður fyrir aðra
en útvalda. Þannig að þessi til-
gáta er í raun ekki sönnuð!
Skyldu geimverur vera til og
búnar að finna okkur?
Forlestur
a. Skoðið fyrirsögnina:
Erum við ein?
– Um hvað haldið þið að greinin sé?
b. Skoðið myndina – hvað segir hún ykkur um efnið?
c. Punktið hjá ykkur allt sem þið vitið nú þegar um efnið.
d. Hvað viljið þið vita meira um efnið?
e. Lesið greinina
Erum við ein?
og haldið áfram með verkefnið.
1