3. KAFLI
39
Hugarkort
Að gera hugarkort er námstækni. Það hjálpar okkur að muna og skilja flókin hugtök og
hugmyndir. Hugarkort nýtast mjög vel þegar við söfnum upplýsingum um ákveðið efni.
Hér fyrir neðan sérðu einfalt hugarkort um sólkerfið okkar. Þetta hugarkort heldur utan
um upplýsingar um eitthvert eitt efni: sólkerfið.
8 plánetur.
Jörðin er
3. plánetan
næst sólinni.
Tilheyrir stjörnuþoku
sem heitir Vetrarbraut.
Sólkerfið
okkar
Sólin u.þ.b.
4,6 milljarða ára
gömul.
5 dvergreikistjörnur,
halastjörnur, smástirni
og loftsteinar.
Eins getum við gert hugarkort um allt sem okkur dettur til hugar þegar við heyrum talað
um geiminn. Þetta hugarkort heldur utan um hugstorm á orðinu geimurinn.
Geimurinn
Geimferðir
Svarthol
Marsbúi
Miklihvellur
Sólmyrkvi
Geimþokur
Stjörnustríð