ORÐSPOR
2
38
Lestrartækni
Forlestur – lestur – eftirlestur
Rifjum upp lestrartækni sem felur í sér forlestur, lestur og eftirlestur.
1
3
2
Lykilorð
Orð úr textanum sem
skipta miklu máli. Nokkurs
konar aðalatriði sem
mikilvægt er að muna.
Lykilorð geta verið nöfn,
heiti, ártöl, atburðir eða
hugtök.
Endursögn
Að endursegja
er að segja frá
einhverju, með
eigin orðum, sem
maður hefur lesið
eða heyrt.
Myndatexti
Stuttur texti sem yfirleitt
er að finna fyrir neðan eða
til hliðar við myndir. Oft
ská- eða feitletraður.
Forlestur: Áður en þú lest textann.
Skoðaðu vel fyrirsögn textans, millifyrirsagnir, myndir og
myndatexta.
Spurðu sjálfan þig eftirfarandi spurninga:
Um hvað er þessi texti?
Hvað veit ég um efnið nú þegar?
Hvað væri gott að vita meira um efnið?
Eru einhver orð sem ég ekki skil og þarf nánari útskýringu á?
Lestur: Á meðan þú lest yfir textann.
Lestu textann vel og vandlega.
Fylgstu með heilanum og passaðu að hann missi ekki athyglina.
Stoppaðu eftir hverja efnisgrein og hugsaðu um hvort þú hafir
skilið það sem þú varst að lesa.
Flettu upp orðum í orðabók/tölvuorðabók sem þú ekki skilur.
Eftirlestur: Til umhugsunar eftir lestur.
Ræddu efni textans við námsfélaga ef mögulegt er.
Endursegðu í stuttu máli efni textans.
Skrifaðu niður lykilorð úr textanum.
Gerðu hugarkort.