3. KAFLI
37
Er einhver þarna úti?
Allt frá upphafi mannkyns hér á plánetunni Jörð hefur það
þyrst
í að ferðast og upp-
götva nýjar slóðir. Frummaðurinn dreifði sér yfir ný landsvæði, landkönnuðir sigldu
um höfin í leit að nýjum löndum og nútímamaðurinn leitar að lífi á öðrum hnöttum.
Skyldi vera líf á öðrum
plánetum
en Jörðinni? Í rauninni er ótrúlegt að halda að svo
sé ekki, því alheimurinn er gríðarstór. Í okkar
sólkerfi
eru átta plánetur en það er
ekki allur alheimurinn. Okkar sólkerfi er bara pínulítill hluti af vetrarbraut og
alheimurinn er samansettur af milljónum vetrarbrauta. Þó svo að engar sannanir séu
fyrir því að það sé líf á öðrum plánetum en Jörðinni, er ólíklegt að í öllum þeim
milljónum vetrabrauta sem til eru finnist ekkert líf. Bara hérna.
Geimkorn
Hvað um Mars?
Mannkynið veit orðið ýmislegt um nágranna okkar Mars. Fyrst náðu geimvísindamenn
að senda ómönnuð geimför til að fljúga framhjá og umhverfis Mars til að taka myndir af
yfirborði reikistjörnunnar. Síðan tókst þeim að láta geimförin lenda og taka fleiri
myndir frá yfirborðinu og kortleggja Mars. Í dag eru nokkur geimför frá ýmsum löndum
að rannsaka Mars en hingað til hefur engum tekist að senda mannað geimfar þangað.
Það kann því að hljóma sem algjör
fjarstæða
að verkefni sem kallast Mars One sé í
fullum gangi. Verkefnið hefur það markmið að koma fjórum landnemum á Mars. Fyrir
nokkrum árum auglýsti Mars One eftir sjálfboðaliðum sem vildu taka þátt í verkefninu.
Fjögur sæti standa til boða og sagt var að um 200.000 hefðu sótt um. Athugið þó að
heimflug er ekki innifalið í ferðinni! Sumir vilja meina að verkefnið sé bara auglýsinga-
brella sjónvarpsstöðvar því lokaval á landnemunum verður sett upp sem raunveruleika-
sjónvarpsefni. Myndir þú bjóða þig fram til að verða fyrsti Jarðarbúinn til að setjast að og
deyja á Mars?